news

Hrekkjavaka

17. 11. 2023

Þann 31. október var hrekkjavaka og héldum við upp á hana hér í leikskólanum Urriðabóli.

Vikuna fyrir hrekkjavökuna voru börnin búin að föndra mikið hrekkjavökuskraut og skreyta deildina sína, mála glugga og hjálpa Dísu í Gerði að lita rauð hrísgrjón. Leikskólinn keypti tvö grasker svo voru skorin út saman sem vakti miklu lukku meðal barnanna.

Á sjálfri hrekkjavökunni fengu svo öll börn leikskólans að koma í búning. Búið var að gera "draugaherbergi" þar sem hugrökk börn máttu heimsækja og leika sér í. Fyrir kaffitímann var svo haldið hrekkjavökupartý í salnum hjá okkur sem endaði á grikk eða gott spurningu þar sem öll börn fengu ávaxtanammi í boð foreldrafélagsins.

Æðislegur dagur hjá okkur í leikskólanum Urriðabóli

© 2016 - Karellen