news

Lubbi 1 árs afmæli

17. 11. 2023

Í dag er Dagur íslenskrar tungu og á þeim degi á Lubbi í verkefninu Lubbi finnur málbein afmæli. Við í leikskólanum Urriðabóli höfum unnið með Lubba núna í 1 ár eða frá því við opnuðum en erum að gefa smá í þegar kemur að verkefninu og búa til Lubbaland.

Það er mikil vinna að safna hlutum í hljóðakassana og því fengum við börn og foreldra með okkur í þá vinnu.

Í tilefni af afmæli Lubba fengu allir Lubba bangsar kórónu sem börnin skreyttu og svo fóru öll börn leikskólans í söngstund inn í sal þar sem afmælissöngurinn var sunginn fyrir Lubba ásamt nokkruð lögum með íslensku hljóðunum frá Lubbaverkefninu.

© 2016 - Karellen