GJALDSKRÁ LEIKSKÓLA

Gildir frá 1. janúar 2023

1.Gjald fyrir leikskólavist er kr. 2.296 á mánuði fyrir hverja hálfa klukkustund á rekstrardegi skóla.Gjald fyrir hádegisverð er kr. 8.910 á mánuði.

2.Lágmarksdvöl miðast við fjórar klukkustundir á dag.

3.Einstæðir foreldrar og námsmenn (ef báðir foreldrar eru í fullu námi), fá 40% afslátt af leikskólagjaldi en greiða fullt verð fyrir fæði.

4.Frá og með 1. ágúst verða afslættir samkvæmt 3. tl., tekjutengdir samkvæmt reglum Garðabæjar um tekjutengingu afslátta af leikskólagjöldum, gjöldum frístundaheimila, gjöldum til dagforeldra.Afsláttur er ekki veittur af fæðisgjaldi í leikskólum.

Afslátt af námsgjaldi fá hjón og sambúðarfólk sem bæði uppfylla eftirtalin skilyrði:

Eru í háskólanámi og skráðir í að lágmarki 22 ECTS einingar á önn. Taka þarf fram á vottorði frá skóla að um fullt nám sé að ræða.

Eru í framhaldsskóla og skráðir í fullt nám að lágmarki 15 einingar á önn.

Skila skal skólavottorði fyrirfram fyrir hverja önn þar sem fram koma upplýsingar um einingafjölda og staðfesting á því að um fullt nám sé að ræða.

Allt nám sem er lánshæft hjá LÍN telst gilt nám.

5.Foreldrar, sem hafa tvö eða fleiri börn á leikskóla, í frístundaheimili eða hjá dagforeldrum, fá 50% afslátt af gjaldi fyrir barn umfram eitt og 75% afslátt af gjaldi fyrir hvert barn umfram tvö, en greiða fullt verð fyrir fæði.Systkinaafsláttur gildir alltaf fyrir eldra/elsta barn óháð fjárhæðum.Sækja þarf um systkinaafslátt á sérstöku eyðublaði sem finna má á vefsíðu Garðabæjar.

6.Foreldrar geta sótt um tímabundinn afslátt af gjaldskrá vegna náms annars foreldris eða beggja og vegna atvinnuleysis á þar til gerðu eyðublaði og skal umsókninni fylgja vottorð um atvinnuleysi.Ákvæði þetta skal gilda tímabundið frá 1. janúar 2023 til ársloka.

7.Gjald umfram 8 tíma skal vera kr. 4.592 fyrir hverja hálfa klukkustund og skal það vera óháð systkinaafslætti.

Samþykkt í bæjarstjórn Garðabæjar

  1. desember 2022

Guðjón Erling Friðriksson,

bæjarritari

© 2016 - Karellen