news

Blær bangsi afmæli

02. 02. 2024

Í dag, 1. febrúar, eiga bangsinn Blær og vináttuverkefni Barnaheilla afmæli.

Við innleiddum verkefnið í byrjun skólaárs. Við höfum að jafnaði tekið börnin í vináttustundir vikulega. Börnin og kennaranir í leikskólanum Urriðabóli halda mikið upp á Blær bangsa og vináttustundirnar.

Bangsinn Blær hefur slegið í gegn hjá börnunum en hann er ávallt sýnilegur inn á deildunum. Með áherslum okkar á bangsan Blær og mikilvægi þess að vera vinir og góð við hvort annað höfum við tekið eftir mjög miklum og jákvæðum breytingum hjá börnunum þegar kemur umhyggju, nánd og hjálpsemi.

Í Vináttustundunum lesum við félagsfærnisögur og rýnum í spjöld með allskonar aðstæðum sem hjálpa okkur að vera betri vinir. Við hlustum og dönsum við vináttulögin ásamt því að nudda og knúsa hvort annað.Börnin og kennaranir í leikskólanum Urriðabóli halda mikið upp á Blær bangsa og vináttustundirnar.

Í tilefni dagsins fengu Blær bangsarnir kórónur og svo var sameignlega sögnstund inn í sal þar sem sungið var afmælissöngurinn fyrir Blær bangsa.

© 2016 - Karellen