Ef barnið kemur ekki í leikskólann vegna veikinda eða annara ástæðna, þá vinsamlegast látið okkur vita í síma leikskólans eða í gegnum Karellen. Börn koma til baka í leikskóla eftir veikindi þegar þau geta tekið þátt í skipulögðu starfi leikskólans.

Börnum er ekki gefin lyf í leikskólanum nema í undantekningatilfellum. Vottorð frá lækni þarf að fylgja með.

Börn sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir matvöru eða öðru, þurfa að skila inn vottorði frá sérfræðilækni í byrjun skólaárs ár hvert.

Hér fyrir neðan má finna helstu smitsjúkdóma barna og meðgöngutíma veikinda sem fylgja þeim.

yfirlit-yfir-helstu-smitsjukdoma-barna2.pdf

© 2016 - Karellen